Sjúkraliði - Krabbameinslækningadeild

  • Landspítali
  • Þórdís Ágústa Ingólfsdóttir, thoring@landspitali.is, 824 5480, Hringbraut
  • 26/07/2018
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Sjúkraliði óskast til starfa á krabbameinslækningadeild 11E við Hringbraut. Starfshlutfall er samkomulagsatriði. Deildin er 15 rúma legudeild þar sem fer fram meðferð einstaklinga með krabbamein auk stuðningsmeðferðar í tengslum við aukaverkanir.

Á deildinni starfar um 55 manna metnaðarfullur hópur sem vinnur markvisst að því að bæta þjónustu deildarinnar. Lögð er mikil áhersla á góð samskipti við sjúklinga og fjölskyldur þeirra.
Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum einstaklingshæfða aðlögun. Áhugasamir hafið samband við Ásthildi, deildarstjóra.

Helstu verkefni og ábyrgð » Hjúkrun einstaklinga í samvinnu við aðra fagaðila
» Virk þátttaka í fjölskylduhjúkrun

» Hjúkrun einstaklinga í samvinnu við aðra fagaðila
» Virk þátttaka í fjölskylduhjúkrun

Hæfnikröfur » Jákvætt viðhorf, frumkvæði og samskiptahæfileikar
» Sjálfstæði í vinnubrögðum
» Íslenskt sjúkraliðaleyfi

» Jákvætt viðhorf, frumkvæði og samskiptahæfileikar
» Sjálfstæði í vinnubrögðum
» Íslenskt sjúkraliðaleyfi

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Um er að ræða 4 stöðugildi og eru störfin laus sem fyrst eða samkvæmt samkomulagi.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 60 - 100% Umsóknarfrestur 13.08.2018 Nánari upplýsingar Ásthildur Guðjohnsen, asthildg@landspitali.is, 869 2311 Þórdís Ágústa Ingólfsdóttir, thoring@landspitali.is, 824 5480 LSH Krabbameinslækningadeild Hringbraut 101 Reykjavík