Lyfja Lágmúla - Sala og afgreiðsla: Vaktavinna

 • Lyfja hf
 • 27/07/2018
Vaktavinna Verslun og þjónusta

Um starfið

Við leitum að starfsmanni í frábæran starfsmannahóp Lyfju Lágmúla.


Um er að ræða starf við sölu og afgreiðslu, en verslunin er opin alla daga frá klukkan 8 - 24. Viðkomandi þarf að hafa góða þjónustulund, vera jákvæður, duglegur og kurteis.

 

Helstu verkefni:

 • Almenn afgreiðslustörf
 • Ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum
 • Afgreiðsla á kassa
 • Afhending lyfja gegn lyfseðli
 • Afgreiðsla á lausasölulyfjum og ráðgjöf um val og notkun þeirra

 

Hæfniskröfur: 

 • Rík þjónustulund
 • Áhugi á mannlegum samskiptum
 • Jákvæðni og gott viðmót
 • Geta til að starfa undir álagi
 • Reynsla af verslunarstörfum er skilyrði
 • Reynsla af störfum í apóteki er kostur

 

Vinnutími er skv. vaktarúllu en um fullt starf er að ræða á dag-, kvöld- og helgarvöktum.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf í ágúst.

Allir umsækjendur þurfa að hafa ágæta íslensku- og enskukunnáttu og vera að minnsta kosti 20 ára.

Nánari upplýsingar veitir Anna Sól, lyfsali í Lyfju Lágmúla, s. 533-2300 eða anna@lyfja.is

Í samræmi við jafnréttisáætlun Lyfju hf. hvetjum við karla jafnt sem konur til þess að sækja um störf hjá fyrirtækinu.

Farið verður með allar umsóknir og fyrirspurnir sem trúnaðarmál.

 

SKRÁ INN OG SÆKJA UM STARF