Almenn störf á skipi

  • Capacent
  • 27/07/2018
Fullt starf Veitingastaðir Verslun og þjónusta Önnur störf

Um starfið

Herjólfur ohf. óskar eftir umsóknum um almenn störf á skipinu, sem kemur til landsins í lok nóvember.

Almennir starfsmenn á Herjólfi annast þjónustu við viðskiptavini skipsins, móttöku á farmi og farartækjum,
landfestar skips, þjónustu í kaffiteríu, þrif, ofl.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 23. ágúst 2018

Sækja um starf

Nánari Upplýsingar:

Hilmar Garðar Hjaltason

540 7107

hilmar.hjaltason@capacent.is

Sigurlaug Jónsdóttir

540 7105

sigurlaug.jonsdottir@capacent.is

Herjólfur hefur verið heiti á þremur ferjum sem gengið hafa á milli Heimaeyjar í Vestmannaeyjum og Þorlákshafnar, og seinna meir Landeyjahafnar. Núverandi Herjólfur, sá þriðji í röðinni, gengur á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Hann var tekinn í notkun árið 1992, og var þar um að ræða margfalt stærra og hraðskreiðara skip en það sem á undan gekk. Hann tekur um 60 fólksbíla og allt að 388 farþega.  Nýtt félag í eigu Vestmannaeyjabæjar hefur verið stofnað um rekstur Herjólfs og mun félagið taka yfir rekstur skipsins þegar nýr Herjólfur, sá fjórði, kemur til landsins í lok nóvember. Reiknað er með að ráða 3 áhafnir á nýtt skip og mun hverjum starfsdegi verða skipt á tvær vaktir.