Námsráðgjafi Melaskóla

 • Reykjavíkurborg
 • Melaskóli, Hagamel 1
 • 27/07/2018
Fullt starf / hlutastarf Önnur störf

Um starfið

Melaskóli

Laus er staða námsráðgjafa við Melaskóla í 50 - 100% starf.

Melaskóli er í vesturbæ Reykjavíkur. Í skólanum eru um 630 nemendur í 1. - 7. bekk. Skólinn hefur á að skipa vel menntuðu og hæfu starfsfólki og stöðugleiki er í starfsmannahaldi. Vellíðan, samvinna, metnaður og sköpunargleði eru grundvallargildi skólastarfs Melaskóla og þar er lögð áhersla á læsi í víðum skilningi. Í skólanum er unnið að markmiðum Grænna skrefa Reykjavíkurborgar og eftir Olweusaráætluninni gegn einelti. Í Melaskóla er bekkjarkerfi þar sem fjölbreyttir kennsluhættir og náið samstarf eru í fyrirrúmi. Útikennsla, raungreinar og list- og verkgreinar eru mikilvægir þættir í starfsemi skólans. Skólinn er í grónu hverfi og er samstarf við heimili, félagasamtök og stofnanir í nærumhverfinu með miklum ágætum.

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir frumkvæði og góðri fagþekkingu sem nýtist í skólastarfi og vill vinna í góðu og jákvæðu umhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Standa vörð um velferð nemenda, styðja þá og liðsinna í ýmsum málum, bæði námslegum og persónulegum.
 • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra, kennara og annað fagfólk.
 • Veita nemendum ráðgjöf varðandi nám, námstækni og námsvenjur.
 • Skipuleggja alhliða fræðslu og forvarnir fyrir nemendur í samstarfi við skólastjórnendur.
 • Leggja fyrir kannanir og vinna úr þeim.
 • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsfólki.

Hæfniskröfur

 • Menntun í náms- og starfsráðgjöf.
 • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum.
 • Faglegur metnaður, frumkvæði í starfi og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Áhugi á skólaþróun og að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
 • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum.
 • Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og KÍ.

Starfshlutfall: 75%
Umsóknarfrestur: 8.8.2018
Ráðningarform: Timabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Björgvin Þór Þórhallsson í síma 4117100 og tölvupósti bjorgvin.thor.thorhallsson@rvkskolar.is.

Melaskóli
Hagamel 1
107 Reykjavík