Borgarbókasafn - verkefnastjóri stafrænnar þróunar

 • Reykjavíkurborg
 • Borgarbókasafn Reykjavíkur, Tryggvagötu 15
 • 30/07/2018
Fullt starf Önnur störf

Um starfið

Þjónustu- og þróunardeild

Laus er til umsóknar 100% staða verkefnastjóra stafrænnar þróunar hjá Borgarbókasafninu.

Borgarbókasafnið hefur markað sér metnaðarfulla framtíðarsýn og miklar breytingar eru í farvatninu, jafnt í miðlun sem og þjónustu við gesti.

Verkefnastjóri heyrir undir þróunar- og þjónustudeild og vinnur þvert á allar starfsstöðvar Borgarbókasafnsins og hefur frumkvæði að og umsjón með þróun stafrænnar þjónustu hjá safninu.

Verkefnastjóri tekur virkan þátt í framkvæmd og þróun verkefna er tengjast stefnumótun Borgarbókasafnsins og því breytingaferli sem almenningsbókasöfn ganga nú í gegnum.

Umsóknum skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjendur gera grein fyrir hæfni sinni í starfið.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf eigi síðar en 1. október 2018.

Umsóknarfrestur er til og með 27. ágúst 2018. Umsóknir skulu sendar á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Verkefnastjóri leiðir alla vinnu við stafræna þróun og nýsköpun á sviði þróunar og þjónustu, bæði við viðskiptavini og samstarfsaðila. Hann stýrir þeim fjölmörgu þróunarverkefnum sem ætlað er að umbylta þjónustu í takti við breyttar áskoranir á starfssviði safnsins. Verkefnin eru fjölbreytt en eiga það sammerkt að styðja við og þróa nýjar áherslur með hliðsjón af samfélagslegum breytingum og tæknilegum framförum í stafrænni miðlun og rafrænni þjónustu með áherslu á upplifun notenda.

Hæfniskröfur

 • - háskólapróf á meistarastigi sem nýtist í starfi
 • - að lágmarki 3ja ára reynsla af verkefnastjórnun
 • - að kunna að vinna með eða þekkja til notendamiðaðrar hönnunnar (design thinking)
 • - áhugi á stafrænni framþróun og hæfni til að setja sig inn í nýja tækni
 • - gott vald á upplýsingatækni og vefmiðlun, skilningur á gagnagrunnum og vefumsjónarkerfum
 • - metnaður, frumkvæði, skipulagshæfni, hugmyndaauðgi og sjálfstæði í starfi
 • - færni og geta til að vinna undir álagi og sinna mörgum viðfangsefnum
 • - færni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki
 • - íslensku- og enskukunnátta sem nýtist í starfi og geta til að tjá sig í ræðu og riti, kunnátta í dönsku er kostur

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 27.8.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Menningar- og ferðamálasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir í síma 698 2466 og tölvupósti gudrun.lilja.gunnlaugsdottir@reykjavik.is.

Borgarbókasafn Reykjavíkur
Tryggvagötu 15
101 Reykjavík