Námsstaða ljósmóður í fósturgreiningu á göngudeild mæðraverndar og fósturgreiningu

  • Landspítali
  • Kristín Rut Haraldsdóttir, krruthar@landspitali.is, 543 3256, Hringbraut
  • 02/08/2018
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Í boði er tímabundin námsstaða ljósmóður í fósturgreiningu á göngudeild mæðraverndar og fósturgreiningu. Kennsla og aðlögun fer fram á deildinni og erlendis og gert er ráð fyrir að það taki eitt ár að fá réttindi til að framkvæma fósturgreiningar. Ljósmæður deildarinnar sinna fósturgreiningu hjá konum á meðgöngu ásamt sérhæfðri meðgönguvernd. Náið samstarf er á milli ljósmæðra og lækna á deildinni.

Fjöldi koma í fósturgreiningu eru kringum 11 þúsund á ári hverju. Starfsemi deildarinnar felst í þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra sem þurfa sérhæft eftirlit á meðgöngu. Talsverð bráðaþjónusta er einnig á deildinni.

Námsstaðan er til eins árs miðað við 100% starfshlutfall og staðan er laus frá 1. janúar 2019 eða eftir samkomulagi.

Helstu verkefni og ábyrgð » Fósturgreining
» Sérhæfð mæðravernd
» Ýmis þróunarverkefni í ljósmóðurfræði
» Önnur verkefni

» Fósturgreining
» Sérhæfð mæðravernd
» Ýmis þróunarverkefni í ljósmóðurfræði
» Önnur verkefni

Hæfnikröfur » Góð samskiptahæfni
» Faglegur metnaður
» Íslenskt ljósmóðurleyfi
» Íslenskt hjúkrunarleyfi æskilegt
» A.m.k. tveggja ára reynsla af ljósmæðrastörfum skilyrði

» Góð samskiptahæfni
» Faglegur metnaður
» Íslenskt ljósmóðurleyfi
» Íslenskt hjúkrunarleyfi æskilegt
» A.m.k. tveggja ára reynsla af ljósmæðrastörfum skilyrði

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Sótt er um starfið rafrænt á; www.landspitali.is, undir "laus störf". Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt starfsleyfi. Einnig skal fylgja umsókninni upplýsingar um ástæður umsóknar (Letter of motivation).
Ákvörðun um ráðningu í starfið byggist á innsendum gögnum og viðtölum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

Starfshlutfall 80 - 100% Umsóknarfrestur 27.08.2018 Nánari upplýsingar Ingibjörg Th Hreiðarsdóttir, ingibhre@landspitali.is, 824 5828 Kristín Rut Haraldsdóttir, krruthar@landspitali.is, 543 3256 LSH Göngudeild mæðraverndar og fósturgreining Hringbraut 101 Reykjavík