VIÐ VILJUM EFLA GÓÐA LIÐSHEILD ENN FREKAR

  • Samverk - Glerverksmiðja
  • 07/08/2018
Fullt starf Iðnaðarmenn Önnur störf

Um starfið

Vegna aukinna verkefna leitum við að starfsfólki á höfuðborgarsvæðinu sem býr yfir skipulagshæfni, frumkvæði og þjónustulund til að styrkja enn frekar þann frábæra hóp sem fyrir er.

Samverk Glerverksmiðja er öflugt þjónustufyrirtæki og eini framleiðandi á hertu gleri á Íslandi. Samverk býður ótal glerlausnir, s.s. rúðugler, glerveggi, skilrúm, glerborð, glerhurðir, glerhandrið, spegla, sturtuklefa, málað gler og fleira. Starfsemi félagsins er á tveimur stöðum á landinu, á Hellu þar sem öll glervinnsla og samsetning fer fram og í Kópavogi sem hýsir skrifstofu og sölu- og þjónustudeild félagsins.

Uppsetningar og aðstoð

Uppsetningar og frágangur glers hjá viðskiptavinum í samstarfi og samráði við sölu- og þjónusturáðgjafa. 

Hæfniskröfur

Reynsla af byggingarvinnu eða öðrum iðngreinum 

  • Iðnmenntun er kostur 
  • Þekking og reynsla af almennri smíða- og uppsetningarvinnu
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Snyrtimennska og hæfni í mannlegum samskiptum

 

Umsóknir berist til Guðmundar Vigfússonar,  Gudmundur@samverk.is  eða umsoknir@samverk.is

Umsóknarfrestur er til 19. Ágúst nk.