Tæknifræðingur óskast

  • Kælismiðjan Frost ehf.
  • 03/08/2018
Fullt starf Iðnaðarmenn Sérfræðingar

Um starfið

Kælismiðjan Frost ehf. óskar eftir að ráða tæknifræðing til starfa.

• Æskilegt er að viðkomandi sé véltæknifræðingur af orkusviði.
• Hafi góða færni í notkun Autodesk Inventor og Autocad.
• Hafi góða færni í ensku og helst einu skandinavísku máli.
• Sé góður í mannlegum samskiptum, við viðskiptavini, birgja og samstarfsmenn.

Um er að ræða fjölbreitt starf, sem meðal annars felst í 3D teikningu kerfa og kerfishluta, verkefnastjórnun, sölu á vörum og þjónustu sem félagið veitir auk samskipta við viðskiptavini og birgja.

Kælismiðjan Frost ehf. er með höfuðstöðvar á Akureyri og starfsstöð í Garðabæ, hjá fyrirtækinu eru u.þ.b. 60 starfsmenn. Frost fæst aðallega við hönnun og uppsetningu á frysti og kælikerfum til iðnaðarnota auk þess að sinna viðhaldi slíkra kerfa.

Íslensk og erlend sjávarútvegsfyrirtæki eru mikilvægustu viðskiptavinir Frosts.

Í dag er verið að ljúka stórri landvinnslu í Færeyjum, framundan er frystihús Samherja á Dalvík og tvær stórar landvinnslur á austurströnd Rússlands auk nýrra frystitogara á Spáni og í Pétursborg.

Áhugasamir vinsamlega sendið ferilskrá og aðrar upplýsingar á gunnar@frost.is