Stuðningsfulltrúi - Austurbæjarskóli

 • Reykjavíkurborg
 • Austurbæjarskóli, v/ Vitastíg
 • 08/08/2018
Fullt starf Önnur störf

Um starfið

Austurbæjarskóli - Sérkennsla

Austurbæjarskóli auglýsir starf stuðningsfulltrúa laust til umsóknar.

Austurbæjarskóli er rótgróinn grunnskóli í miðbæ Reykjavíkur. Í skólanum eru 450 nemendur í 1.-10. bekk og um 70 starfsmenn. Austurbæjarskóli er fjölmenningarlegur skóli. Starfað er eftir Olweusar áætluninni gegn einelti og unnið er að markmiðum Grænna skrefa Reykjavíkurborgar. Lögð er áhersla á vinsamleg samskipti og vellíðan nemenda og starfsmanna. Í Austurbæjarskóla er lögð áhersla á fjölbreytta kennsluhætti, samvinnu auk þess sem list- og verkgreinar skipa stóran sess í skólastarfinu.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • * Að vera kennara til aðstoðar við að sinn einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð.
 • * Að aðstoða nemendur eftir þörfum hvers og eins við athafnir daglegs lífs.
 • * Að auka færni og sjálfstæði nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum.

Hæfniskröfur

 • * Nám í stuðningsfulltrúa eða góð almenn menntun.
 • * Reynsla og áhugi að vinna með börnum.
 • * Sveigjanleiki og hæfni í samskiptum.
 • * Frumkvæði, jákvæðni, og sjálfstæð vinnubrögð.
 • * Hæfni til að vinna í hóp.
 • Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín Jóhannesdóttir skólastjóri s. 4117200.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkur

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 20.8.2018
Ráðningarform: Timabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristín Jóhannesdóttir í síma og tölvupósti .

Austurbæjarskóli
v/ Vitastíg
101 Reykjavík