Stuðningsfulltrúi - Laugarnesskóli

 • Reykjavíkurborg
 • Laugarnesskóli, Kirkjuteigi 24
 • 09/08/2018
Hlutastarf Skrifstofustörf

Um starfið

Laugarnesskóli - Sérkennsla

Laugarnesskóli auglýsir starf stuðningsfulltrúa skólaárið 2018-2019.

Laugarnesskóli stendur við Kirkjuteig 24 í Reykjavík og er einsetinn grunnskóli fyrir nemendur í 1.- 6. bekk. Einkunnarorð skólans eru lífsgleði, nám, samvinna, kærleikur og ósk. Í Laugarnesskóla er allt starfsfólk samstíga og vinnur saman að stefnumörkun og forgangsröðun. Skólastarfið á að vera uppbyggjandi þar sem metnaður ríkir og virðing er borin fyrir hverjum og einum. Kennsluhættir í Laugarnesskóla einkennast af fjölbreytni þar sem skólinn reynir að koma til móts við ólíkar þarfir og áhuga nemenda. Skólaumhverfi skólans á að vera hlýlegt og aðlaðandi fyrir alla þá sem tengjast skólanum.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Vinnur eftir áætlun sem bekkjarkennari hefur útbúið í samráði við deildarstjóra sérkennslu, þroskaþjálfa eða annan ráðgjafa.
 • Auka færni og sjálfstæði nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum. Aðstoðar þá við að ná settum markmiðum samkvæmt aðal - og/eða einstaklingsnámskrá og aðlagar verkefni að getu nemenda undir leiðsögn kennara.
 • Aðstoðar nemendur við að fylgja settum reglum um hegðun, umgengni og vinnubrögð. Vinnur gegn neikvæðri hegðun t.d. með jákvæðri atferlismótun og með því að fylgja nemanda tímabundið afsíðis.
 • Fylgir nemendum á ferðum um skólann, í sund, í frímínútur og vettvangsferðir og aðstoðar eftir þörfum.
 • Situr fag - og foreldrafundi eftir því sem við á.
 • Getur eftir aðstæðum einnig sinnt öðrum nemendum í bekknum meðal annars til að kennari geti aðstoðað nemanda sem þarf séraðstoð og til að draga úr sérstöðu nemanda með sérþarfir.
 • Önnur þau störf sem verkefnastjóri sérkennslu felur.

Hæfniskröfur

 • Áhugi á að starfa með börnum
 • Lipurð í samskiptum, sveigjanleiki og samstarfshæfni
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Jákvæðni og áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
 • Stundvísi og samviskusemi
 • Reynsla í starfi með börnum æskileg
 • Góð kunnátta í íslensku

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.

Starfshlutfall: 50%
Umsóknarfrestur: 22.8.2018
Ráðningarform: Timabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigríður Heiða Bragadóttir í síma og tölvupósti .

Laugarnesskóli
Kirkjuteigi 24
105 Reykjavík