Umsjónarkennari á miðstigi - Foldaskóli

 • Reykjavíkurborg
 • Foldaskóli, Logafold 1
 • 09/08/2018
Fullt starf Önnur störf

Um starfið

Foldaskóli

Laus er til umsóknar staða umsjónarkennara á miðstigi við Foldaskóla.

Foldaskóli er elsti hverfisskólinn í Grafarvogi, hóf starfsemi árið 1985. Í skólanum eru um 500 nemendur í 1.-10. bekk. Skólinn er safnskóli á unglingastigi fyrir Hamra- , Húsa- og Foldahverfi. Við skólann er starfrækt einhverfudeild og sérstök ráðgjafardeild (fardeild) vegna nemenda með atferlis- og geðraskanir sem þjónar grunnskólunum í Grafarvogi og Kjalarnesi. Skólinn er Grænfánaskóli og tekur þátt í verkefninu Heilsueflandi skóli. Einkunnarorð Foldaskóla eru siðprýði – menntun - sálarheill. Í skólanum er lögð áhersla á jákvæðan skólabrag, fjölbreytta kennsluhætti og viðfangsefni þar sem komið er til móts við öll börn í námi.

Um er að ræða 100% starf og er staðan laus frá 1. ágúst 2018.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Kennsla nemenda í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra.
 • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum.
 • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
 • Vinna samkvæmt stefnu skólans og taka þátt í innleiðingu nýrrar aðalnámskrár.

Hæfniskröfur

 • Kennaramenntun og leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
 • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum á grunnskólaaldri.
 • Lipurð í samskiptum og faglegur metnaður.
 • Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 21.8.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bára Jóhannsdóttir í síma 540-7600 og tölvupósti bara.johannsdottir@rvkskolar.is.

Foldaskóli
Logafold 1
112 Reykjavík