Starf við launavinnslu í Kjaradeild

 • Reykjavíkurborg
 • Fjármálaskrifstofa Kjaradeild, Borgartúni 12-14
 • 10/08/2018
Fullt starf Önnur störf

Um starfið

Kjaradeild

Óskað er eftir öflugum starfsmanni til starfa við launavinnslu. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir mikilli samskiptahæfni, sýnir frumkvæði og hefur tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð. Unnið er með mannauðs- og launakerfi SAP og krefst vinnan skipulagshæfni og nákvæmni.

Kjaradeild sinnir launavinnslu Reykjavíkurborgar og hefur eftirlit með framkvæmd kjarasamninga. Deildin ber ábyrgð á túlkun kjarasamninga og fer með fyrirsvar þeirra mála gagnvart viðsemjendum og aðilum vinnumarkaðar. Deildin sinnir auk þess ráðgjöf á sviði kjarasamninga innan Reykjavíkurborgar og hefur umsjón með og ber ábyrgð á launa- og mannauðsupplýsingakerfi borgarinnar og þróun þess. Hjá kjaradeild starfa 29 starfsmenn og hefur deildin aðsetur að Borgartúni 12.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Skráning og yfirferð ráðningar- og launagagna
 • Eftirlit með rafrænni skráningu
 • Eftirlit með réttri framkvæmd kjarasamninga
 • Samskipti og leiðbeiningar til stjórnenda vegna launa- og viðverukerfa

Hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af launavinnslu og þekking á kjarasamningum
 • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Góðir samskiptahæfileikar og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Greiningarhæfni

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 24.8.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Fjármálaskrifstofa

Nánari upplýsingar um starfið veitir Harpa Ólafsdóttir í síma 411-1111 og tölvupósti harpa.olafsdottir@reykjavik.is.

Fjármálaskrifstofa Kjaradeild
Borgartúni 12-14
105 Reykjavík