Sérfræðingur mannauðs-og launakerfis í Kjaradeild

 • Reykjavíkurborg
 • Fjármálaskrifstofa Kjaradeild, Borgartúni 12-14
 • 10/08/2018
Fullt starf Skrifstofustörf

Um starfið

Kjaradeild

Kjaradeild sinnir launavinnslu Reykjavíkurborgar og hefur eftirlit með framkvæmd kjarasamninga. Deildin ber ábyrgð á túlkun kjarasamninga og fer með fyrirsvar þeirra mála gagnvart viðsemjendum og aðilum vinnumarkaðar. Deildin sinnir auk þess ráðgjöf á sviði kjarasamninga innan Reykjavíkurborgar og hefur umsjón með og ber ábyrgð á launa- og mannauðsupplýsingakerfi borgarinnar og þróun þess. Hjá kjaradeild starfa 29 starfsmenn og hefur deildin aðsetur að Borgartúni 12.

Óskað er eftir töluglöggum einstaklingi til starfa við greiningu og umsjón á launa- og mannauðskerfi Reykjavíkurborgar. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir mikilli samskiptahæfni, sýnir frumkvæði og hefur tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð. Unnið er með SAP mannauðs- og launakerfi auk undirkerfa og krefst vinnan skipulagshæfni, nákvæmni og þekkingar á stórum fjárhagsupplýsingakerfum.

Starfið var auglýst þann 23. júní 2018. Framlengdur umsóknarfrestur er til og með 21. ágúst 2018.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Þróun, viðhald, eftirlit og bilanagreining mannauðs- og launakerfa
 • Greining og úrvinnsla á launa- og mannauðsgögnum
 • Skýrslu- og upplýsingagjöf til innri og ytri aðila
 • Innsetning og viðhald launaforsendna
 • Aðstoð við notendur

Hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Góð þekking á hugbúnaðarprófunum
 • Þekking og reynsla af stórum fjárhagsupplýsingakerfum
 • Reynsla af SAP æskileg
 • Reynsla af framsetningu á mannauðs- og launaupplýsingum
 • er kostur
 • Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Góðir samskiptahæfileikar og lipurð í mannlegum samskiptum

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 21.8.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Fjármálaskrifstofa

Nánari upplýsingar um starfið veitir Harpa Ólafsdóttir í síma 411-1111 og tölvupósti harpa.olafsdottir@reykjavik.is.

Fjármálaskrifstofa Kjaradeild
Borgartúni 12-14
105 Reykjavík