NÝTT STARF frístundaráðgjafi - Dalskóli

 • Reykjavíkurborg
 • Dalskóli, Úlfarsbraut 118-12
 • 10/08/2018
Fullt starf Önnur störf

Um starfið

Dalskóli - Almennt

Dalskóli leitar eftir að ráða uppeldismenntaðan einstakling til starfa við frístundastarf skólans. Um er að ræða 100% starf.

Dalskóli er samrekinn grunnskóli, leikskóli og frístund með um 400 börnum á leik- og grunnskólaaldri og 80 starfsmönnum. Í skólanum er lögð áhersla á sveigjanlega starfshætti og samvinnu. Í Dalskóla ríkir viðhorf virðingar fyrir einstaklingnum og sérkennum hans.

Leitað er að fagmenntuðu fólki sem hefur áhuga á að efla félagsfærni barna og unglinga og virkja þau til þátttöku. Í frístundaheimilinu Úlfabyggð er boðið upp á fjölbreytt frístundastarf fyrir 6-9 ára börn og þar starfa frístundaráðgjafar og frístundaleiðbeinendur sem eru lykillinn að því að veita íbúum fyrsta flokks þjónustu. Boðið er upp á frístundastarf fyrir 10-12 ára börn vikulega seinnipart dags.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Skipulagning og framkvæmd á faglegu starfi frístundaheimilis fyrir börn í 1.-4. bekk.
 • Skipulagning og framkvæmd á faglegu frístundastarfi fyrir 10-12 ára börn.
 • Leiðbeina börnum í leik og starfi.
 • Efla félagsfærni, umhyggju og jákvæða sjálfsmynd og virkja börn til þátttöku með lýðræðislegum vinnubrögðum.
 • Stuðla að öryggi og vellíðan barna í skóla- og frístundastarfi.
 • Stuðla að góðum samskiptum og upplýsingaflæði milli hlutaðeigandi aðila.

Hæfniskröfur

 • Háskólapróf á uppeldissviði, s.s. tómstunda- og félagsmálafræði eða önnur sambærileg menntun.
 • Reynsla af starfi með börnum og/eða unglingum í félags- og tómstundastarfi.
 • Samskiptahæfni.
 • Stundvísi, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í starfi.
 • Almenn tölvukunnátta.
 • Góð íslenskukunnátta.
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
 • Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 23.8.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helena Katrín Hjaltadóttir í síma og tölvupósti .

Dalskóli
Úlfarsbraut 118-12
113 Reykjavík