Skólaliði - Dalskóli

  • Reykjavíkurborg
  • Dalskóli, Úlfarsbraut 118-12
  • 10/08/2018
Hlutastarf Skrifstofustörf

Um starfið

Dalskóli - Almennt

Dalskóli í Úlfarsárdal auglýsir eftir skólaliða í 50-70% starf sem er laust nú þegar eða eftir samkomulagi, vinnutími er samkomulag.

Dalskóli er samrekinn leik-, grunn- og frístundaskóli með um 400 börnum á leik- og grunnskólaaldri og 80 starfsmönnum. Í skólanum er lögð áhersla á sveigjanlega starfshætti og samvinnu. Í skólanum ríkir viðhorf virðingar fyrir einstaklingnum og sérkennum hans.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Meginhlutverk er að sinna gæslu barna á grunnskólaaldri í frímínútum og rútuferðum milli skóla og íþróttahúss/sundlaugar. Skólaliðar aðstoða nemendur í leik og starfi og leiðbeina þeim í samskiptum við aðra nemendur og starfsfólk skólans.

Hæfniskröfur

  • • Almenn víðtæk menntun
  • • Reynsla af starfi með börnum
  • • Sjálfstæði og áræðni
  • • Gott hjartalag og geðprýði
  • • Starfgleði

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar

Starfshlutfall: 50%
Umsóknarfrestur: 23.8.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helena Katrín Hjaltadóttir í síma og tölvupósti .

Dalskóli
Úlfarsbraut 118-12
113 Reykjavík