Dönskukennari - Réttarholtsskóli

 • Reykjavíkurborg
 • , v/ Réttarholtsveg
 • 16/08/2018
Hlutastarf Iðnaðarmenn

Um starfið

Réttarholtsskóli

Laus er staða dönskukennara við Réttarholtsskóla í eitt ár.

Réttarholtsskóli er í Bústaðahverfi í Reykjavík og er unglingaskóli fyrir nemendur í 8.-10. bekk. Í

skólanum eru um 400 nemendur og starfsmenn eru liðlega 50. Skólinn hefur á að skipa vel

menntuðu og hæfu starfsfólki og stöðugleiki er í starfsmannahaldi. Einkunnarorð skólans eru

virðing - virkni - vellíðan og áhersla er lögð á að bjóða nemendum upp á nám við hæfi, fjölbreytt

námsval og skólaanda sem einkennist af virðingu, jákvæðni og samvinnu allra sem skólanum tilheyra. Skólinn er þátttakandi í Olweusaráætluninni gegn einelti og kannanir hafa ítrekað leitt í

ljós góðan árangur á því sviði. Skólinn er í grónu hverfi og gott samstarf er við foreldra og nærumhverfi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Annast kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra.
 • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum.
 • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
 • Vinna samkvæmt stefnu skólans og taka þátt í vinnu með aðalnámskrá.

Hæfniskröfur

 • Kennaramenntun og leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
 • Menntun og hæfni til almennrar kennslu á unglingastigi.
 • Æskileg þekking á kennslu dönsku á unglingastigi.
 • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum.
 • Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
 • Faglegur metnaður.
 • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
 • Góð íslenskukunnátta.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags grunnskólakennara.

Starfshlutfall: 50%
Umsóknarfrestur: 29.8.2018
Ráðningarform: Timabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Sigfúsdóttir í síma 5532720 og tölvupósti margret.sigfusdottir@rvkskolar.is.


v/ Réttarholtsveg
103 Reykjavík