Verkefnastjóri viðhaldsmála

  • PCC BakkiSilicon
  • 24/08/2018
Fullt starf Iðnaðarmenn Sérfræðingar Önnur störf

Um starfið

Verkefnastjóri viðhaldsmála

Verkefnastjóri viðhaldsmála sér um skipulagningu viðhaldsverkefna í nánu samstarfi við framleiðslu- og

viðhaldsteymi. Meðal verkefna er að áætla tíma, varahluti og efnisnotkun ásamt því að hafa tiltækan þann

búnað og tæki sem þarf til viðhaldsverka. Lögð er áhersla á fyrirbyggjandi viðhald og þarf viðkomandi

að vera framsýnn og mjög skipulagður. Þekking á verkfærum LEAN er mikill kostur og reynsla af heilsu-,

öryggis- og umhverfismálum í iðnaðarumhverfi er mjög mikilvægur þáttur í starfinu.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Minnst 3 ára reynsla af því að stýra viðhaldi eða önnur sérfræðireynsla sem nýtist í starfi
  • Verkfræði-,tæknifræði- eða vélfræðimenntun æskileg
  • Þekking og reynsla af verkefnastjórnun
  • Auga fyrir tækifærum og gagnrýnin hugsun
  • Frumkvæði og framsýni
  • Afburða samskiptahæfileikar
  • Góð enskukunnátta

 

Nánari upplýsingar veitir, Jóhann Helgason framkvæmdastjóri tæknisviðs í síma 833 5755 eða johann.helgason@pcc.is

 

SKRÁ INN OG SÆKJA UM STARF