Þjónustumiðstöð bókasafna ses - bókasafnsfræðingur óskast í 50-60% starf.

  • Þjónustumiðstöð bókasafna
  • 30/08/2018
Hlutastarf Ráðgjafar Sérfræðingar Skrifstofustörf Sölu og markaðsstörf

Um starfið

Starfið felst í að sjá um kynningarmál, ásamt þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina. Leitað er eftir hugmyndaríkum, skapandi einstaklingi sem sýnir frumkvæði og hefur áhuga á uppbyggingu og hönnun bókasafna, t.d. bókasafnsfræðing.


Æskileg menntun:

  • Bókasafns- og upplýsingafræði, góð íslensku- og enskukunnátta, bæði rit- og talmál.
  • Reynsla af kynningarmálum, heimasíðugerð og notkun samfélagsmiðla er kostur.

Umsóknarfrestur er til og með 30. september nk. Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilsskrá. Nánari upplýsingar veitir Regína í síma 5612130.


Umsókn sendist á: thjonusta@thmb.is Eða fyrir þá sem það vilja á: Þjónustumiðstöð bókasafna ses, umsókn um starf Pósthólf 218 121 Reykjavík