Sérfræðingur í skjölun á klínískum upplýsingum - Vegna þróunar og markaðssetningar lækningatækja

 • Össur
 • 31/08/2018
Fullt starf Sérfræðingar Upplýsingatækni

Um starfið

Starfið felur í sér gerð og viðhald nauðsynlegra skjala til staðfestingar á virkni og öryggi lækningatækja Össurar sem hluti af tækniskrá vörunnar og í samræmi við gæðastaðla. Einnig þátttöku í skilgreiningu á virkni- og öryggiskröfum og skipulagningu klínískra prófana í samstarfi við þróunarteymi.

STARFSSVIР

 • Ritun og viðhald klíniskra skjala í tækniskrá  lækningatækja Össurar 
 • Aðkoma að ákvörðunum um læknisfræðilegar virkni- og öryggiskröfur lækningatækja í tengslum við hönnun og þróun
 • Þátttaka í skipulagningu klínískra prófana og rannsókna
 • Tölffræðileg úrvinnsla og skjalfesting niðurstaðna klínískra prófana

HÆFNISKRÖFUR 

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Skilningur á mikilvægi skjölunar og gæðakrafna vegna klínisks stuðnings við lækningavörur
 • Reynsla í skipulagningu gagnasafna og úrvinnslu gagna með til þess gerðum hugbúnaðarlausnum
 • Þekking á og/eða vilji til að læra og tileinka sér kröfur og staðla varðandi klíniskt mat á lækningatækjum
 • Góð skipulagsfærni og nákvæmni 
 • Góð samskipta- og tjáningarhæfni á ensku, bæði rituðu og töluðu máli
 • Hæfni í mannlegum samskiptum 
 • Frumkvæði og sjálfstæði í störfum

Umsóknarfrestur er til og með 30. september 2018.

Sótt er um starfið á vef Össurar, ossur.is/mannaudur. Athugið að velja viðeigandi starf.

Nánari upplýsingar veitir mannauðsdeild í síma 515 1300