Rafvirki/Rafvirkjar óskast

  • Rafholt
  • 31/08/2018
Fullt starf Iðnaðarmenn Önnur störf

Um starfið

Vegna góðrar verkefnastöðu þurfum við að bæta í hóp starfsmanna.

Við leitum að öflugum einstaklingum sem treysta sér til að gera það sem þarf til að ná frábærum árangri í krefjandi umhverfi. Rafholt er samhent fyrirtæki sem tileinkar sér stundvísi og samviskusemi. Einstaklingar af báðum kynjum eru hvattir til að sækja um en eitt af stefnumálum fyrirtækisins er að auka hlutfall kvenna í greininni.

Þjónustudeild
Auglýsum eftir vönum rafvirkjum til starfa við þjónustudeild fyrirtækisins. Viðkomandi þurfa að vera sjálfstæðir, þjónustuliprir og hafa áhuga á því að tileinka sér nýjungar.

Rafholt sinnir þjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir. Má þar helst nefna Mílu, Vodafone, Nova, Símann, Neyðarlínuna, Björgunarmiðstöðina í Skógarhlíð, Verne Global, Ölgerðina, Eik Fasteignafélag, Húsasmiðjuna, Héðinn, Nathan & Olsen, Hörpu Tónlistarhús, Reginn, FLE, Smáralind, Advania o.fl.

Almenn rafvirkjastörf
Auglýsum eftir vönum rafvirkjum, nemum og aðstoðarmönnum í fjölbreytt verkefni á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum. Viðkomandi þarf að vera vanur að vinna í teymi.
Reynsla af sambærilegum störfum er kostur en alls ekki skilyrði.

Umsóknir ásamt ferilsskrá skal senda á starf@rafholt.is