Starf sérfræðings á skrifstofu menningarmála

  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • 31/08/2018
Fullt starf Rannsóknir Ráðgjafar Sérfræðingar Skrifstofustörf

Um starfið

Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á skrifstofu menningarmála. Skrifstofan fer meðal annars með málefni íslenskra menningarstofnana, safna og menningarsjóða. 

Menntunar- og hæfniskröfur:

- Reynsla og þekking á sviði menningarmála, safnamála og menningararfs.
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi.
- Mjög gott vald á íslensku í ræðu og riti. 
- Góð færni í ensku og einu Norðurlandamáli.
- Reynsla á sviði opinberrar stjórnsýslu og þekking á gerð og greiningu hagvísa. 
- Frumkvæði, metnaður og góð samskiptafærni. 

Ráðning og kjör:

Um fullt starf er að ræða og miðað er við að ráðið sé í stöðuna frá 1. janúar 2019. Launakjör fylgja kjarasamningi fjármála- og efnahagsráðherra og Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins. 

Umsóknir: 

Umsóknir ásamt ferilskrá berist mennta- og menningarmálaráðuneyti, Sölvhólsgötu 4, 101 Reykjavík, eða gegnum netfangið postur@mrn.is, fyrir mánudaginn 17. september 2018, merktar „sérfræðingur á skrifstofu menningarmála“. Umsóknir þar sem nafnleyndar er óskað verða ekki teknar til greina.

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í sex mánuði. Við ráðningar í störf hjá mennta- og menningarmálaráðuneyti er tekið mið af jafnréttisáætlun ráðuneytisins.

Nánari upplýsingar veitir rekstrarstjóri mennta- og menningarmálaráðuneytis, s. 545 9500 / postur@mrn.is.