Hjúkrunarfræðingar - nætur og helgarvaktir

  • Sólvangur hjúkrunarheimili
  • 07/09/2018
Vaktavinna Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Við á Sólvangi viljum bæta við okkar frábæra hóp, hjúkrunarfræðing í 50% stöðu næturvaktir, þar sem unnið er aðra hvora viku og hjúkrunarfræðing á helgarvaktir.

Á hjúkrunarheimilinu Sólvangi eru 59 heimilismenn og leggjum við áherslu á góða hjúkrunarþjónustu sem endurspeglar umhyggju, fagmennsku og virðingu fyrir heimilismanni.

Í byrjun næsta árs flytur Sólvangur í nýtt húsnæði og því einstakt tækifæri fyrir hjúkrunarfræðinga til að hafa áhrif á uppbyggingu þjónustunnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
» Hjúkrun aldraðra

Hæfnikröfur
» Íslenskt hjúkrunarleyfi
» Góð íslenskukunnátta
» Jákvætt viðhorf, frumkvæði og samskiptahæfileikar
» Sjálfstæði í vinnubrögðum

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafa gert.  
Sótt er um starfið með því að senda starfsferilskrá á tölvupóstfangið: hildur@solvangur.is. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Umsóknarfrestur er til og með 24.9 2018