Grunnskólakennari - Ölduselsskóli

 • Reykjavíkurborg
 • Ölduselsskóli, Ölduseli 17
 • 04/09/2018
Hlutastarf Iðnaðarmenn

Um starfið

Ölduselsskóli

Ölduselsskóli auglýsir eftir grunnskólakennara á yngsta stigi fyrir næsta skólaár. Um er að ræða 50% stöðu.

Ölduselsskóli er heildstæður grunnskóli með um 460 nemendur í 1. til 10. bekk.

Einkunnarorð skólans eru færni, virðing og metnaður. Í Ölduselsskóla er unnið að innleiðingu Uppbyggingarstefnunnar - uppeldi til ábyrgðar. Lögð er áhersla á að starfsmenn og nemendur leitist við að sýna metnað í starfi og geri kröfur til sjálfra sín, leitist við að bæta færni sína á sem flestum sviðum og beri virðingu fyrir sér, öðrum og umhverfinu.

Skólinn státar af öflugri kennslu í bóklegum og verklegum greinum. Vinna í skólanum byggir á mikilli samvinnu kennara með það að markmiði að halda úti metnaðarfullu skólastarfi án aðgreiningar. Þá starfar skólinn eftir eineltisáætlun Olweusar

Lögð er áhersla á teymiskennslu í árgangi. Með slíkri kennslu er auðveldara að koma til móts við ólíkar þarfir nemenda og samskipti þeirra styrkjast. Að auki eflir samvinna kennara færni þeirra til kennslu, auk þess að veita þeim bæði stuðning og aðhald.

Ölduselsskóli tekur þátt í þróunarverkefninu ,,Heilsueflandi Breiðholt" og ,,Læsi allra mál" ásamt öðrum leik- og grunnskólum í Breiðholti.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Annast kennslu nemenda í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra.
 • Vinna að þróun skólastarfs með stjórnendum og samstarfsmönnum.
 • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og annað fagfólk.
 • Vinna samkvæmt stefnu skólans að skólaþróun og umbótum
 • Endurskoðun skólanámskrár og kennsluáætlana.

Hæfniskröfur

 • Leyfisbréf grunnskólakennara.
 • Reynsla og áhugi á að starfa með börnum.
 • Lipurð í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
 • Faglegur metnaður.
 • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi.
 • Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og KÍ v/ Félags grunnskólakennara

Starfshlutfall: 50%
Umsóknarfrestur: 17.9.2018
Ráðningarform: Timabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Birna Sif Bjarnadóttir í síma 8999979 og tölvupósti birna.sif.bjarnadottir@rvkskolar.is.

Ölduselsskóli
Ölduseli 17
109 Reykjavík