KAFFIBARÞJÓNAR ÓSKAST Í FULLT STARF

  • Te og kaffi
  • 07/09/2018
Fullt starf Veitingastaðir Verslun og þjónusta Önnur störf

Um starfið

Te & Kaffi leitar að metnaðarfullum og brosmildum kaffibarþjónum til að starfa á kaffihúsunum okkar á höfuðborgarsvæðinu.


Hjá Te & kaffi starfar fjöldinn allur af hressu og metnaðarfullu fólki og nú vantar að bæta í þann góða hóp. Við leitum að jákvæðum og drífandi einstaklingum til að takast á við spennandi verkefni á kaffihúsunum okkar.


Aldurstakmark er 18 ár og um framtíðarstörf er að ræða. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.


Umsóknir berist á atvinna@teogkaffi.is fyrir 30. september næstkomandi