Teymisstjóri hjúkrunar

  • Reykjavíkurborg
  • 07/09/2018
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis

Leitað er eftir hjúkrunarfræðingi í stöðu teymisstjóra hjúkrunar við þjónustukjarna að Sléttuvegi, Reykjavík. Um er að ræða afleysingu í 1 ár í 100% dagvinnustarfi frá 1. september 2018 eða eftir samkomulagi.
Við vinnum að þjónustu við fatlað fólk sem þarf aðstoð við athafnir daglegs lífs og sérhæfða hjúkrunarþjónustu inn á heimili sín. Markmið þjónustunnar er að veita einstaklingsmiðaða og sveigjanlega hjúkrunarþjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Teymisstjóri hefur yfirumsjón með starfsemi teymis og þeirri hjúkrunarþjónustu sem teymið veitir
Fagleg ábyrgð á veittri þjónustu teymisins
Framkvæmd og eftirfylgd hjúkrunaráætlana
Tengiliður í þverfaglegu samstarfi
Samskipti við heilbrigðisstofnanir

Hæfniskröfur

Íslenskt hjúkrunarleyfi
Framhaldsnám er nýtist í starfi er kostur
Reynsla af hjúkrunarstörfum
Reynsla af stjórnun kostur
Frumkvæði, sveigjanleiki og lipurð í mannlegum samskiptum
Sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfileikar
Góð íslensku kunnátta
Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar

Frekari upplýsingar um starfið

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.


Nánari upplýsingar um störfin veitir: Bára Denný Ívarsdóttir, forstöðumaður í síma 581 1322 / 665 5873 eða bara.denny.ivarsdottir@reykjavik.is