Byggingastjóri byggingaframkvæmda

  • Mannverk
  • 07/09/2018
Fullt starf Iðnaðarmenn Stjórnendur

Um starfið

Mannverk óskar eftir að ráða reynslumiklinn byggingastjóra.
Þessi aðili verður að vera tilbúin til að takast á við krefjandi verkefni og skemmtilegar áskoranir með góðri liðsheild.

Byggingastjóri er staðsettur á verkstað og hefur þar yfirumsjón.

Helstu verkefni
• Fagleg yfirumsjón með byggingaframkvæmdum
• Undirbúningur og stjórnun verkefna
• Áætlanagerð, eftirfylgni og skýrslugerð
• Hönnunarrýni og samræming
• Kostnaðareftirlit

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun á sviði bygginga eða annarra mannvirkjaframkvæmda. Kostur en ekki krafa um menntun
í byggingaverkfræði eða tæknifræði
• Mikil og farsæl starfsreynsla af byggingastjórnun byggingaframkvæmda
• Góð kunnátta á office pakkann og einnig önnur forrit við áætlanagerð
• Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð
• Lipurð og hæfni í mannlegum samskiptum
• Góð kunnátta í íslensku og ensku

Nánari upplýsingar um störfin veitir Hjalti Þór Pálmason framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs (hjaltip@mannverk.is) í síma 771-1105. Umsókn ásamt ferilskrá skal senda á netfangið mannverk@mannverk.is.

Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál og þeim svarað.

Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2018.