Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins auglýsir eftir hjúkrunarfræðingum til starfa

 • Heilsugæslan
 • 07/09/2018
Fullt starf / hlutastarf Heilbrigðisþjónusta

Um starfið

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins samanstendur af fimmtán heilsugæslustöðvum í Reykjavík,
Seltjarnarnesi, Mosfellsumdæmi, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði, Heimahjúkrun HH, Þroska- og
hegðunarstöð, Göngudeild sóttvarna og hælisleitenda, auk geðheilsuteyma, Þróunarmiðstöðvar og
skrifstofu.

Hlutverk Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er að veita íbúum höfuðborgarsvæðisins aðgengilega,
samfellda og alhliða heilsugæsluþjónustu. Þjónustan grundvallast á sérþekkingu á sviði
heimilislækninga, hjúkrunar og heilsuverndar og byggir á víðtæku þverfaglegu samstarfi.

Umsóknarfrestur er til og með 28. september 2018

Hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins starfa hjúkrunarfræðingar við fjölbreytt verkefni heilsugæsluhjúkrunar, svo sem ung- og smábarnavernd, heilsuvernd skólabarna, heilsuvernd eldri borgara og öflugu forvarnastarfi. Einnig sinna þeir fjölbreyttum viðfangsefnum í móttöku, m.a. ráðgjöf, smáslysaþjónustu, heilsueflingu, sáraskiptingum og bólusetningum.

Laus eru til umsóknar störf hjúkrunarfræðinga við Heilsugæsluna í Garðabæ, Heilsugæsluna í Hamraborg,
Heilsugæsluna í Miðbæ og Heilsugæsluna Seltjarnarnesi og Vesturbæ. Starfshlutfall er 80-100%

Nánari upplýsingar um starfsemi stofnunarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).

Við bjóðum upp á

 • Fjölskylduvænan vinnustað
 • Góðan starfsanda
 • Teymisvinnu
 • Fjölbreytt verkefni
 • Sjálfstæði í starfi
 • Tækifæri til þróunar í starfi
 • Sérnám í heilsugæsluhjúkrun
 • Tengsl við nærsamfélagið
 • Þverfaglegt samstarf

Nánari upplýsingar
Sjá nánar á vef Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (www.heilsugaeslan.is), undir laus störf eða á Starfatorgi (www.starfatorg.is).

Sækja skal um starfið á www.starfatorg.is.