FRAMKVÆMDASTJÓRI TÓNVERKAMIÐSTÖÐVAR

 • Tónverkamiðstöð
 • 07/09/2018
Fullt starf Stjórnendur Menning og listir

Um starfið

Tónverkamiðstöð auglýsir eftir kraftmiklum og drífandi einstaklingi í stöðu framkvæmdastjóra.

Viðkomandi þarf að hafa áhuga og þekkingu á íslenskri samtímatónlist, hafa góða skipulagshæfileika og vera mjög tæknifær. Um fullt starf er að ræða og miðað er við að ráðið sé í stöðuna frá 1. janúar 2019.

Helstu verkefni:

 • Ábyrgð og umsjón með öllum verkefnum miðstöðvarinnar.
 • Ábyrgð og umsjón með fjármálarekstri Tónverkamiðstöðvar.
 • Ábyrgð og umsjón með starfsmannamálum.
 • Samninga- og skýrslugerð.
 • Áætlanagerð og eftirfylgni áætlana sem og vinna við stefnumótun.
 • Samskipti við erlenda og innlenda samstarfsaðila s.s. Tónskáldafélag Íslands, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Landsbókasafn, Íslandsstofu, ÚTÓN og ýmsar tónlistarhátíðir í samtímatónlist.
 • Fjáröflun og umsjón með umsóknum vegna styrkveitinga.
 • Yfirumsjón með gagnagrunni og söluvef miðstöðvarinnar.
 • Yfirumsjón með nýskráningu tónverka.
 • Vinna að kynningu á þeim verkum sem miðstöðin varðveitir bæði innanlands og erlendis.
 • Tryggja þjónustu og aðgengi að þeim tónverkum sem miðstöðin hefur á skrá.
 • Sjá um heimasíðu miðstöðvarinnar, vefbúð, samfélagsmiðla og fréttabréf.

Hæfniskröfur:

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi.
 • Haldgóð reynsla af fjármálum, stjórnun og rekstri.
 • Reynsla af starfi á sviði menningar og lista.
 • Reynsla af markaðs- og sölumálum æskileg.
 • Góð kunnátta í íslensku og ensku sem og geta til að tjá sig í ræðu og riti.
 • Leiðtogahæfileikar sem og frumkvæði og metnaður í starfi.
 • Góð hæfni í mannlegum samskiptum og samningatækni.
 • Vera vel læs á nótur og þekkja íslenska samtímatónlist
 • Góð færni á tölvur og þekkja netkerfi eins og WordPress, MailChimp, Google Analytics og Facebook Pages.

Umsóknir skulu berast í tölvupósti á itm@mic.is merkt „Umsókn um stöðu framkvæmdastjóra“  fyrir miðnætti 30. september.

Með umsókn skal berast ferilskrá og kynningarbréf þar sem umsækjandi lýsir hvernig viðkomandi stenst hæfniskröfur starfsins og hvers vegna umsækjandi hefur áhuga á starfinu. Umsækjendum er bent á að skoða ársskýrslur og starfsáætlanir miðstöðvarinnar á síðunni mic.is/is/um-tonverkamidstod/skyrslur/