Mentis Cura - Tæknistjóri (Chief Technology Officer)

 • Intellecta
 • 07/09/2018
Fullt starf Stjórnendur Upplýsingatækni

Um starfið

Mentis Cura er í örum vexti og leitar nú að reyndum tæknistjóra (Chief Technology Officer) til að leiða og umbreyta núverandi rannsóknarteymi í alþjóðlegt þróunarfyrirtæki sem getur veitt greiningarþjónustu á hraðvaxandi markaði. Þessi staða heyrir beint undir forstjóra fyrirtækisins. Starfið er nátengt höfuðstöðvum Mentis Cura í Forskningsparken í Osló í Noregi, en viðkomandi verður staðsettur á skrifstofu félagsins í Reykjavík og ferðast reglulega til Noregs. 

Helstu verkefni

Þetta er starf sem býður upp á kjörið tækifæri til að sameina mynsturgreiningu/vélanám, klínískar rannsóknir og gagnreynda tækni til að spá fyrir um heilasjúkdóma og raskanir með mikilli nákvæmni. Þú munt leiða öflugt teymi sérfræðinga sem staðsettir eru í Noregi, Japan og á Íslandi. Þú þarft að hafa reynslu af því að setja upp hugbúnaðarteymi, búa yfir innsæi og reynslu af mynsturgreiningu/vélanámi, hafa unnið með gervigreind, sett upp skýjalausnir og viðskiptavætt þjónustu. 

Sem tæknistjóri munt þú: 

 • Leiða rannsóknar- og þróunarteymi með það að markmiði að fá vottun (approvals) í Evrópu, Japan, Bandaríkjunum og í Kína
 • Fylgjast með samkeppnisaðilum og aðlaga með framsæknum hætti tækni og áætlanir sem tryggja að Mentis Cura sé og verði í fremstu röð á sínu sviði á alþjóðavísu
 • Skapa og styrkja samstarf við viðeigandi aðila sem útvega skýjalausnir með það markmið að Mentis Cura verði viðurkennt sem alþjóðlegur brautryðjandi í ,,eHealth” 
 • Bera ábyrgð á hugverka- og einkaleyfamálum Mentis Cura
 • Vera öflugur og framsækinn þátttakandi innan framkvæmdastjórnar Mentis Cura

Menntunar- og hæfniskröfur

 • 5 - 8 ára reynsla við að leiða hugbúnaðarþróun/-hönnun 
 • Sterkt tæknilegt innsæi
 • Öflugur leiðtogi með hæfni í þverfaglegri vinnu 
 • Bein reynsla af mynsturgreiningu/vélanámi, gagnavísindum og/eða af vinnu með lækningatæki og ,,eHealth” er kostur
 • Reynsla af klínísku starfi er kostur
 • BSc eða MSc í verkfræði eða raunvísindum 
 • MBA gráða eða haldbær reynsla í viðskiptum

Aðrar upplýsingar

Nánari upplýsingar veita Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 511-1225. Umsóknarfrestur er til og með 24. september 2018. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.