INNLEIÐING MANNVIRKJAGÁTTAR - MANNVIRKJASTOFNUN

 • Hagvangur
 • 07/09/2018
Fullt starf Iðnaðarmenn Sérfræðingar

Um starfið

Mannvirkjastofnun leitar að kröftugu fólki til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu stofnunarinnar. Í boði er krefjandi starf á byggingasviði sem veitir starfsmönnum tækifæri til að sinna faglegri uppbyggingu í starfi með virkri endurmenntun og þjálfun. Góð vinnuaðstaða er í boði.

Helstu verkefni:

 • Innleiðing og þróun Mannvirkjagáttar
 • Ráðgjöf og fræðsla um reglur er varða innleiðingu á rafrænni stjórnsýslu  á byggingasviði
 • Gerð og miðlun fræðsluefnis á vefsíðu Mannvirkjastofnunar
 • Umsjón með vátryggingamálum hönnuða og byggingarstjóra
 • Almenn afgreiðsla, t.d. svör við fyrirspurnum
   

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Tæknimenntun á háskólastigi er skilyrði
 • Reynsla af byggingarframkvæmdum og hönnun er kostur
 • Góð þekking á gagnagrunnum er kostur
 • Góð samskipta- og samstarfshæfni
 • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
 • Mjög góð almenn tölvukunnátta
 • Góð íslensku- og enskukunnátta og færni í einu Norðurlandamáli  er kostur

 

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg ferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Laun eru samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Starfshlutfall er 100% og eru konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um starfið.

Athygli er vakin á því að þegar smellt er á "Sækja um" hér fyrir neðan þá færist þú yfir á umsóknarsíðu Mannvirkjastofnunar og fara umsóknir í gegnum þá síðu.

Upplýsingar veita: 
Ólafur Jón Ingólfsson - olafur@mvs.is  
Inga Steinunn Arnardóttir - inga@hagvangur.is 

Umsóknarfrestur til: 24. september 2018