Verkefnastjóri á rekstrardeild

 • Capacent
 • 07/09/2018
Fullt starf Fjármálastarfssemi Ráðgjafar Sérfræðingar Skrifstofustörf Stjórnendur Upplýsingatækni

Um starfið

Umhverfis- og mannvirkjasvið Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða skipulagðan einstakling í starf verkefnastjóra á rekstrardeild.

Starfssvið

 • Umsjón með þróun og eftirfylgni í gæðamálum.
 • Umsjón með skjalamálum.
 • Bókun reikninga og samskipti við Fjársýslusvið.
 • Samskipti og samvinna með öðrum deildum.
 • Þróun og stefnumótun sviðsins.
 • Önnur tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf sem nýtist í starfi, s.s. viðskipta-, rekstrar- eða gæðastjórnun.
 • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur.
 • Góð almenn tölvukunnátta.
 • Þekking á sérhæfðum skjalakerfum kostur, s.s. SAP og/eða One System.
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð.
 • Hugmyndaauðgi og frumkvæði í starfi.
 • Góð íslensku- og enskukunnátta.
 • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 24. september 2018

Sækja um starf

Nánari upplýsingar:

Lísbet Hannesdóttir

540 7114

lisbet.hannesdottir@capacent.is

Þóra Pétursdóttir

540 7125

thora.petursdottir@capacent.is