Vilt þú efla samfélagsábyrgð fyrirtækja?

  • Festa miðstöð um samfélagsábyrgð
  • 07/09/2018
Hlutastarf Sérfræðingar Skrifstofustörf

Um starfið

Festa - miðstöð um samfélagsábyrgð leitar að framúrskarandi verkefnastjóra í hálft starf til að miðla upplýsingum og skipuleggja viðburði um samfélagsábyrgð fyrirtækja.

Við leitum að verkefnastjóra sem getur unnið sjálfstætt og í góðu samstarfi við framkvæmdastjóra, félaga og samstarfsaðila Festu.

Menntun og hæfniskröfur
Leitað er að kraftmiklum og skipulögðum einstaklingi með háskólamenntun sem nýtist í starfinu og áhuga á samfélagsábyrgð fyrirtækja. Reynsla af þjónustustjórnun á fyrirtækjamarkaði, viðburðastjórnun og miðlun upplýsinga eru kostir. Samskiptafærni, skipulögð vinnubrögð og lipur textavinnsla er mikilvæg hæfni.

Helstu verkefni
– Umsjón með vef og samfélagsmiðlum
– Skipulagning og umsjón með fræðsluviðburðum og fundum
– Samskipti við aðildarfélög og samstarfsaðila
– Dagleg skrifstofustörf

Umsóknir ásamt ferilsskrá sendist á netfangið festa@samfelagsabyrgd.is fyrir 21. september og
miðað er við að viðkomandi hefji störf sem fyrst.

Nánari upplýsingar er að finna á www.festasamfelagsabyrgd.is eða með því að hafa samband við
Skúla Valberg, framkvæmdastjóra Festu í síma 599 6600.