Svæðisstjóri í ELKO Skeifunni

 • Elko ehf.
 • 07/09/2018
Fullt starf Sölu og markaðsstörf Verslun og þjónusta Önnur störf

Um starfið

ELKO er að leitast eftir framsæknum og drífandi leiðtogum í starf svæðisstjóra í verslun ELKO í Skeifunni.

 

Í versluninni starfar fjöldi hæfileikaríkra og skemmtilegra einstaklinga sem öll vinna að því markmiði að gera viðskiptavini okkar ánægða og ná settum markmiðum. Við viljum halda því áfram með því að fá til okkar metnaðarfulla leiðtoga til að halda áfram því mikilvæga starfi.

 

Í ELKO viljum við hafa hæfileikaríka stjórnendur. Við teljum að góður leiðtogi sé sá sem tekst að búa til vellíðan á vinnustað með jákvæðu og uppbyggilegu starfsumhverfi. Verkefni stjórnanda er að ná því besta fram hjá starfsfólki sem skilar sér í góðri þjónustu til viðskiptavina okkar. Mikilvægt er að svæðisstjóra búi yfir hæfni í mannlegum samskiptum, faglegum vinnubrögðum, jákvæðni og hafi almennt gaman af því að umgangast annað fólk og takast á við erfið og krefjandi verkefni.

 

Helstu verkefni

 • Sala til viðskiptavina
 • Ábyrgð á þjónustu, útliti og framsetningu deildar
 • Verkstjórn og þjálfun starfsfólks
 • Staðgengill verslunarstjóra í hans fjarveru

 

Hæfniskröfur

 • Reynsla af sölustarfi æskileg
 • Geta unnið sjálfstætt og hugsað í lausnum
 • Geta sýnt frumkvæði í starfi og tekist á við erfið og krefjandi verkefni
 • Mikil hæfni í samskiptum og fagleg vinnubrögð
 • Reynsla af stjórnunarstörfum og mannaforráði er kostur
 • Reynsla og þekking á Navision er kostur
 • Íslenskukunnátta skilyrði

 

Um er að ræða fullt starf og vinnuskylda um 190 tímar á mánuði. Daglegur vinnutími er sveigjanlegur en tekur þó mið af opnunartíma verslunar.

Umsóknarfrestur er til 23. september 2018.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir sölustjóri, Örn Barkarson (orn@elko.is).

 

ELKO er líflegur vinnustaður með góðan starfsanda og sterka liðsheild. Hjá ELKO starfa um 160 manns. Meðalaldur starfsfólks er 23 ár og eru 90% stjórnenda undir 40 ára.

 

ELKO starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.