Markaðsfulltrúi

 • Elko ehf.
 • 07/09/2018
Fullt starf Sölu og markaðsstörf

Um starfið

Villt þú vinna að þróun á einu þekktasta og sýnilegasta vörumerki landsins?

 

ELKO er að leita að sjálfstæðum, skipulögðum og skemmtilegum einstaklingi með ástríðu fyrir markaðsmálum til að vinna að ýmsum spennandi og krefjandi verkefnum í markaðsdeild ELKO

 

Helstu verkefni

 • Umsjón með samfélagsmiðlum
 • Samskipti við samstarfsaðila
 • Viðburðarstjórnun
 • Mótun skilaboða og textasmíð
 • Eftirfylgni með birtingaráætlun
 • Önnur tilfallandi verkefni í markaðsdeild

 

Hæfniskröfur

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af markaðsmálum kostur
 • Framúrskarandi skipulagshæfileikar
 • Jákvætt viðmót og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Frumkvæði í starfi og metnaður.

Umsóknarfrestur er til 23. september 2018.

Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Bragi Þór Antoníusson, markaðsstjóri (bragi@elko.is).

 

ELKO er líflegur vinnustaður með góðan starfsanda og sterka liðsheild. Meðalaldur starfsfólks er 23 ár og eru 90% stjórnenda undir 40 ára.

 

ELKO starfrækir vottað jafnlaunakerfi og hefur skuldbundið sig til að greiða jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.