Frístundaráðgjafi/leiðbeinandi

 • Reykjavíkurborg
 • Dalskóli, Úlfarsbraut 118-12
 • 09/09/2018
Hlutastarf Önnur störf

Um starfið

Dalskóli - Almennt

Dalskóli leitar eftir að ráða frístundaráðgjafa/leiðbeinanda í 30-50% starf og er starfið laust nú þegar. Vinnutími er kl. 13-17.

Dalskóli er samrekinn grunnskóli, leikskóli og frístund. Frístundaráðgjafar/leiðbeinendur sinna frístundastarfinu í frístundaheimilinu Úlfabyggð eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur.

Í Úlfabyggð er boðið upp á fjölbreytt frístundastarf fyrir 6-9 ára börn og þar starfa frístundaráðgjafar og frístundaleiðbeinendur sem eru lykillinn að því að veita íbúum fyrsta flokks þjónustu.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • - Skipulagning og framkvæmd á faglegu frístundastarfi fyrir 6-9 ára börn.
 • - Leiðbeina börnum í leik og starfi.
 • - Umsjón og undirbúningur klúbba- og smiðjustarfs í Úlfabyggð, s.s. íþróttir, leikir o.fl.
 • - Samskipti og samstarf við foreldra og starfsfólk skólans.

Hæfniskröfur

 • - Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi.
 • - Áhugi á að vinna með börnum.
 • - Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.
 • - Færni í samskiptum.
 • - Góð íslenskukunnátta
 • Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
 • Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri.
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar

Starfshlutfall: 30%
Umsóknarfrestur: 21.9.2018
Ráðningarform: Timabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Helena Katrín Hjaltadóttir í síma 4117860 og tölvupósti helena.katrin.hjaltadottir@rvkskolar.is.

Dalskóli
Úlfarsbraut 118-12
113 Reykjavík