Mannauðsráðgjafi á sviði starfsþróunar

 • Reykjavíkurborg
 • Mannauðsdeild - Ráðhúsi, Tjarnargötu 11
 • 09/09/2018
Fullt starf Sérfræðingar

Um starfið

Mannauðsdeild

Ertu að leita að starfi þar sem styrkleikar þínir fá notið sín?

Mannauðsdeild Reykjavíkurborgar óskar eftir að ráða öfluga og metnaðarfulla mannauðsráðgjafa til starfa. Mannauðsráðgjafar er hluti af mannauðsteymi sem veitir ráðgjöf og fræðslu til stjórnenda og starfsfólks Reykjavíkurborgar.

Mannauðsdeild hefur yfirumsjón með mannauðsmálum Reykjavíkurborgar, umsjón og eftirlit með framkvæmd mannauðsstefnu og vinnur að margs konar þróunarverkefnum á sviði mannauðsmála.

Við bjóðum uppá fjölbreytt og krefjandi störf í metnaðarfullu starfsumhverfi, þar sem hæfileikar starfsmanna fá notið sín. Við bjóðum uppá þátttöku í þróun starfsumhverfis og verkefna.

Við leitum að starfsmönnum í fullt starf sem geta hafið störf sem fyrst.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Stefnumótun og innleiðing verkefna á sviði starfsþróunar og fræðslu
 • Umsjón og þróun stjórnendafræðslu Reykjavíkurborgar og miðlægrar stjórnsýslu
 • Framþróun og nýsköpun á sviði starfsþróunarmála
 • Mótun rafræns fræðsluefnis
 • Umsjón með innri miðlun mannauðsefnis
 • Þátttaka og stýring starfshópa

Hæfniskröfur

 • Háskólagráða sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun í mannauðsmálum, fullorðinsfræðslu eða önnur sambærileg menntun.
 • Reynsla á sviði mannauðsmála.
 • Reynsla á sviði starfsþróunar og fræðslumála.
 • Leiðtogahæfileikar og reynsla af því að leiða verkefniefni.
 • Frumkvæði, metnaður, hæfni í mannlegum samskiptum og sjálfstæð vinnubrögð.
 • Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.
 • Geta til þess að vinna undir álagi og sinna mörgum viðfangsefnum í einu.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og hlutaðeigandi stéttarfélagi.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 24.9.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skr. borgarstj. & borgarritara

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnhildur Ísaksdóttir í síma 411 1111 og tölvupósti ragnhildur.isaksdottir@reykjavik.is.

Mannauðsdeild - Ráðhúsi
Tjarnargötu 11
101 Reykjavík