NÝTT STARF frístundaráðgjafi - Tjörnin Draumaland

 • Reykjavíkurborg
 • Frístundamiðstöðin Tjörnin, Barónsstígur 32
 • 09/09/2018
Fullt starf Skrifstofustörf

Um starfið

Draumaland, Austurbæjarskóla

Frístundamiðstöðin Tjörnin óskar eftir að ráða uppeldismenntaðan einstakling til starfa í frístundaheimilið Draumaland við Austurbjæarskóla.

Ný 100% störf á frístundaheimilum eru laus til umsóknar. Leitað er að fagmenntuðu fólki sem hefur áhuga á því að efla félagsfærni barna og virkja þau til þátttöku. Um er að ræða spennandi tækifæri til að taka þátt í þróun á nýju og áhugaverðu samstarfsverkefni frístundaheimila og grunnskóla, en hluti starfsins fer fram á starfstíma grunnskóla.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • • Skipulagning og framkvæmd á faglegu starfi frístundaheimilis fyrir börn í 1. – 4. bekk.
 • • Leiðbeina börnum í leik og starfi.
 • • Efla félagsfærni, umhyggju, jákvæða sjálfsmynd og virkja börn til þátttöku með lýðræðislegum vinnubrögðum.
 • • Stuðla að öryggi og vellíðan barna í skóla- og frístundastarfi.
 • • Stuðla að góðum samskiptum og upplýsingaflæði milli hlutaðeigandi aðila.

Hæfniskröfur

 • • Háskólapróf á uppeldissviði, s.s. tómstunda- og félagsmálafræði eða önnur sambærileg menntun.
 • • Reynsla af starfi með börnum og/eða unglingum í félags- og tómstundastarfi.
 • • Samskiptahæfni.
 • • Stundvísi, frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.
 • • Fjölbreytt áhugasvið sem nýtist í starfi.
 • • Almenn tölvukunnátta.
 • • Góð íslenskukunnátta.
 • Hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.
 • Með umsókn skal fylgja starfsferilskrá og greinagerð.
 • Viðkomandi þarf að geta hafið störf í september eða eftir samkomulagi.

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar.

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 20.9.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Steinunn Gretarsdóttir í síma 411-5700 og tölvupósti steinunn.gretarsdottir@reykjavik.is.

Frístundamiðstöðin Tjörnin
Barónsstígur 32
101 Reykjavík