Vélamaður í þjónustumiðstöð

 • Garðabær
 • 14/09/2018
Fullt starf Önnur störf

Um starfið

Vélamaður óskast í þjónustumiðstöð Garðabæjar. Vinnutími er frá klukkan 07:20 til klukkan 17:00 mánudaga til fimmtudaga en á föstudögum er unnið frá klukkan 07:20 til 15:30.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Almenn vélavinna, snjómokstur og þrif á götum og göngustígum
 • Almennt viðhald á og við götur, gangstéttar og graseyjar
 • Aðstoð við viðgerðir á vatnsveitu- og fráveitulögnum
 • Ýmis smáverk vegna ábendinga íbúa t.d. hreinsun bæjarins, yfirmálun veggjakrots og fleira
 • Önnur verkefni sem til falla

 

Menntun, reynsla og hæfni:

 • Bílpróf
 • Réttindi á minni gerðir vinnuvéla
 • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
 • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Samviskusemi og stundvísi

Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2018.

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Hafliðason forstöðumaður þjónustumiðstöðvar í síma 5914587.

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Samband íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Garðabæjar.

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.

Umsækjendur eru beðnir um að sækja um rafrænt á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is. Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá.