Lögfræðingur á lögfræðisvið

  • Ríkisendurskoðun
  • 14/09/2018
Fullt starf Lögfræði

Um starfið

Ríkisendurskoðandi leitar að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi í starf lögfræðings á lögfræðisviði. Miklar breytingar eru nú fram undan hjá embættinu, ný stefnumótun er að hefjast og tækniumhverfi og starfsaðstaða verður löguð að breyttum þörfum. Er því tækifæri fyrir kraftmikla einstaklinga til að slást í hóp reynslumikilla starfsmanna sem hluti af sterkri liðsheild.

Helstu verkefni og ábyrgð
Helstu verkefni felast í eftirliti með fjárreiðum staðfestra sjóða, eftirliti með fjármálum tengdum stjórnmálastarfsemi, úrlausn lögfræðilegra álitaefna og þátttaka í stjórnsýsluúttektum.

Hæfnikröfur
Grunnkröfur eru:
- Frumkvæði og metnaður 
- Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð 
- Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum 
- Geta til að vinna undir álagi 
- Góð almenn tölvukunnátta 

Frekari hæfnikröfur: 
- Meistara- eða cand.jur gráða í lögum 
- Góð þekking og reynsla af stjórnskipunar- og stjórnsýslurétti og viðeigandi málsmeðferðarreglum 
- Þekking á reikningsskilum er kostur 
- Þekking á reikningshaldi og uppgjöri opinberra aðila er kostur 
- Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli 

Frekari upplýsingar um starfið
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem Starfsmannafélag Ríkisendurskoðunar hefur gert.
Umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu. 

Umsóknir skulu fylltar út á Starfatorgi. Umsóknarfrestur er til og með 8. október 2018. Öllum umsóknum verður svarað þegar tekin hefur verið ákvörðun um ráðningar. Upplýsingar um störfin veita mannauðsstjóri og ríkisendurskoðandi á starf@rikisendurskodun.is.

Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 08.10.2018