Framtíðarstjórnandi hjá New Yorker í Smáralind og Kringlu

 • New Yorker
 • 09/10/2018
Fullt starf Stjórnendur Sölu og markaðsstörf Verslun og þjónusta Önnur störf

Um starfið

NEW YORKER rekur yfir 1000 verslanir í 40 löndum um allan heim og er í stöðugum vexti sem tískuvörufyrirtæki fyrir ungt fólk. Yfir 16.000 starfsmenn starfa hjá þessu framsækna fyrirtæki þar sem lögð er mikil áhersla á samvinnu og samheldni. Ástríða okkar fyrir tísku, drifkraftur og skilvirkni hafa gert okkur kleift að vera hluti af tískuheiminum í meira en 40 ár.

Nú opnum við í Smáralind og Kringlu!

Viltu ekki ganga til liðs við okkur?

Nú eflum við starfshóp okkar í Smáralind og Kringlu og leitum að framtíðarstjórnanda.

Helstu starfsskyldur:

 • Starfsnemi í verslunarstjórnun samkvæmt hugmyndafræði New Yorker
 • Deila ábyrgð á sölu, innkaupum og birgðastöðu
 • Ábyrgð á daglegum rekstri verslunarinnar í fjarveru stjórnenda
 • Kynna sér og veita stjórnendum aðstoð með sölustjórnun og fjármál
 • Aðstoða stjórnendur við þróun, menntun og hvatningu starfshópsins
 • Ábyrgð á öllum upplýsingum sem fram koma í versluninni
 • Samstarf við aðrar deildir New Yorker

Hæfileikar sem þú þarft að búa yfir:

 • Framhaldsskólamenntun og/eða frekari menntun á sviði stjórnunar, rekstrar og/eða verslunar og tísku
 • Að lágmarki 1 árs reynsla af smásölu og söluhæfileikar
 • Reynsla af sölu- og mannauðsstjórnun og starfsmannahaldi er kostur
 • Leiðtogahæfileikar og geta til að leiðbeina samstarfsfólki
 • Samskiptahæfileikar og opið hugarfar
 • Drífandi, sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfni
 • Kraftur og geta til að vinna í hóp
 • Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi í hröðu umhverfi
 • Góð þekking á tísku, reynsla af störfum tengdum tísku er kostur
 • Góð íslensku- og enskukunnátta, þýskukunnátta og færni í Excel er kostur

Það sem við bjóðum:

NEW YORKER býður upp á aðlaðandi vinnuumhverfi með spennandi verkefnum þar sem starfsmenn eru hvattir til að sýna frumkvæði. Auk áhugaverðra tilboða bíður þín opinn og kraftmikill starfshópur með flötu ábyrgðarskipuriti og stuttum samskiptaleiðum.

Höfum við vakið áhuga þinn? Þá hlökkum við til að taka á móti umsókn frá þér á netinu!

Vinnutími: Fullt starf. Viðkomandi þarf að hefja störf sem fyrst.

Upplýsingar fást hjá: Maria Sjoestrand á netfanginu msjoestrand@newyorker.de.

Umsóknir: Vinsamlega sendið umsóknir á ensku, merktar viðkomandi starfi,  á netfangið msjoestrand@newyorker.de.  

Ath! eingöngu tekið við umsóknum á þetta netfang og eingöngu umsóknum á ensku.

Farið er yfir umsóknir um leið og þær berast.

Sæktu því um strax.

Umsóknarfrestur til og með 1. nóvember 2018.

 

Það væri gaman að fá þig í hópinn – sendu okkur umsókn og ferilskrá!