Yfirlæknir heilabilunarhluta öldrunarlækningadeildar á Landakoti

  • Landspítali
  • Fossvogi, 108 Reykjavík
  • 18/09/2018
Fullt starf Heilbrigðisþjónusta Skrifstofustörf

Um starfið

Laus er til umsóknar staða yfirlæknis heilabilunarhluta öldrunarlækningadeildar Landspítala sem er á flæðisviði spítalans. Starfshlutfall er 100% og veitist starfið frá 1. desember 2018 eða eftir nánara samkomulagi. Ráðið er í starfið til 5 ára, sbr. 9. gr. laga nr. 40/2007 og stefnu Landspítala í ráðningum stjórnenda. Gerð er krafa um helgun í starfi yfirlæknis.

Á heilabilunarhluta öldrunarlækninga er veitt er sérhæfð greining, meðferð og stuðningur við sjúklinga með vitræna skerðingu og aðstandendur þeirra. Þjónustan er veitt á minnismóttöku dag- , göngu- og samfélagsþjónustudeildar, öldrunarlækningadeild L4 og samkvæmt sérstökum þjónustusamningum við dagþjálfanir fyrir fólk með heilabilun.

Öldrunarlækningadeild Landspítala skiptist í nokkra hluta: bráða- og ráðgjafahluta, heilabilunarhluta, almennan hluta, dag- , göngu- og samfélagsþjónustuhluta (DGS), auk hjúkrunardeildar á Vífilsstöðum. Yfirlæknir öldrunarlækninga Landspítala í heild, ber ábyrgð á mannafla, rekstri og faglegri frammistöðu (sk. þríþætt ábyrgð). Rannsóknarstofa Landspítala og Háskóla Íslands í öldrunarfræðum er starfrækt á sviðinu og þar fer fram öflug vísindastarfsemi.

Helstu verkefni og ábyrgð Yfirlæknir skal hafa íslenskt sérfræðileyfi í öldrunarlækningum og bera læknisfræðilega ábyrgð sem faglegur yfirmaður á heilabilunareiningu öldrunarlækningadeildar. Hann skipuleggur innra vinnufyrirkomulag þeirra lækna sem á hverjum tíma starfa á einingunni. Skipulag minnismóttöku fer eftir heildarskipulagi DGS deildar. Yfirlæknirinn er leiðandi um greiningu og meðferð fólks með vitræna skerðingu og setur fram markmið um menntun og rannsóknir innan þessa hluta öldrunarlækninga.

Yfirlæknir skal starfa með yfirlækni öldrunarlækningadeildar Landspítala að heildarsamhæfingu á öldrunarlækningadeild Landspítala, yfirlækni DGS varðandi minnismóttöku og deildarstjórum hjúkrunar.

Yfirlæknir skal hafa íslenskt sérfræðileyfi í öldrunarlækningum og bera læknisfræðilega ábyrgð sem faglegur yfirmaður á heilabilunareiningu öldrunarlækningadeildar. Hann skipuleggur innra vinnufyrirkomulag þeirra lækna sem á hverjum tíma starfa á einingunni. Skipulag minnismóttöku fer eftir heildarskipulagi DGS deildar. Yfirlæknirinn er leiðandi um greiningu og meðferð fólks með vitræna skerðingu og setur fram markmið um menntun og rannsóknir innan þessa hluta öldrunarlækninga.

Yfirlæknir skal starfa með yfirlækni öldrunarlækningadeildar Landspítala að heildarsamhæfingu á öldrunarlækningadeild Landspítala, yfirlækni DGS varðandi minnismóttöku og deildarstjórum hjúkrunar.

Hæfnikröfur » Íslenskt sérfræðileyfi í öldrunarlækningum
» Reynsla af kennslu og vísindastörfum
» Stjórnunarreynsla
» Leiðtogahæfni og hæfni í mannlegum samskiptum
» Frumkvæði og metnaður til að ná árangri

» Íslenskt sérfræðileyfi í öldrunarlækningum
» Reynsla af kennslu og vísindastörfum
» Stjórnunarreynsla
» Leiðtogahæfni og hæfni í mannlegum samskiptum
» Frumkvæði og metnaður til að ná árangri

Frekari upplýsingar um starfið

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi fjármálaráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Fullt starf er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. grein 3.2.4 í kjarasamningi lækna og ríkisins 2015. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu LSH við ráðningar á spítalanum.

Starfið auglýst 22. sept. 2018. Vegna uppfærslu í Orra, sem verður ekki aðgengilegur frá kl. 17 fimmtudaginn 11. október til mánudagsmorguns 15. október, er umsóknarfrestur framlengdur til og með 22. október 2018.

Umsókn fylgi vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf, reynslu af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum ásamt með afriti af birtum greinum og eftir atvikum öðru efni. Þá skulu umsækjendur skila greinargerð þar sem eigin sýn á hæfi og sýn á starfið kemur fram.

Umsóknargögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast til Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra flæðisviðs, C-13 Landspítala Fossvogi fyrir 15. október nk.
Allar umsóknir eru sendar til stöðunefndar lækna hjá Embætti landlæknis. Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið einnig á þeim auk mati stöðunefndar á innsendum umsóknargögnum.

Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5.500 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.

ATH. Fylla þarf út lágmarksupplýsingar í almenna umsókn og senda sem viðhengi, en ýtarlegri upplýsingar í umsókn fyrir læknisstöðu, sjá slóð hér fyrir neðan. Umsókn um læknisstöðu - umsóknareyðublað Landlæknisembættisins

Starfshlutfall 100% Umsóknarfrestur 22.10.2018 Nánari upplýsingar Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, gudrakel@landspitali.is, 543 2270 Pálmi V Jónsson, palmivj@landspitali.is, 543 2270 LSH Skrifstofa flæðisviðs Fossvogi 108 Reykjavík