Óskum eftir duglegri konu til starfa!

  • Sundlaug Seltjarnarness
  • 04/10/2018
Vaktavinna Verslun og þjónusta Önnur störf

Um starfið

Sundlaug Seltjarnarness óskar eftir að ráða sundlaugarvörð til starfa.

Í starfinu felst m.a. sundlaugarvarsla, gæsla búningsklefa kvenna, þrif og þjónusta við sundlaugargesti á öllum aldri.

Umsækjandi þarf að vera á aldrinu 20-40 ára og vel á sig komin líkamlega, þjónustulunduð, góð í samskiptum við alla aldurshópa, þrifin, tala mjög góða íslensku og síðast en ekki síst heilsuhraust.

Um er að ræða vaktavinnu og framtíðarstarf.

Ath. að viðkomandi þarf að standast sundpróf fyrir sundlaugarverði.

Umsóknir og fyrirspurnir skulu berast á tölvupóstfangið haukur@seltjarnarnes.is.