Leikskólasérkennari eða þroskaþjálfi - Engjaborg

 • Reykjavíkurborg
 • Leikskólinn Engjaborg, Reyrengi 11
 • 05/10/2018
Fullt starf Kennsla

Um starfið

Leikskólinn Engjaborg

Engjaborg er fjögurra deilda leikskóli í Grafarvogi. Leikskólinn starfar í anda Reggio Emilia og áhersla er lögð á skapandi starf og frumkvæði barna í leikskólastarfi. Unnið er með skráningar og ferilmöppur barnanna.

Starfsfólk sem kemur til vinnu á annan máta en í einkabíl getur fengið 6.000 kr. í samgöngustyrk á mánuði. Starfsfólk fær sundkort sem veitir frían aðgang að sundlaugum borgarinnar og

starfsfólk leikskóla Reykjavíkurborgar fær fríar máltíðir í leikskólanum.

Um er að ræða 100% starf og er starfið laust nú þegar.

Helstu verkefni og ábyrgð

 • Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning.
 • Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
 • Að vinna að gerð einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir.
 • Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum.

Hæfniskröfur

 • Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af sérkennslu æskileg
 • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
 • Góð íslenskukunnátta

Frekari upplýsingar um starfið

Laun eru samkvæmt samningi Reykjavíkurborgar og KÍ v/Félags leikskólakennara

Starfshlutfall: 100%
Umsóknarfrestur: 18.10.2018
Ráðningarform: Ótímabundin ráðning
Nafn sviðs: Skóla- og frístundasvið

Nánari upplýsingar um starfið veitir Pála Pálsdóttir í síma 4113950 og tölvupósti pala.palsdottir@reykjavik.is.

Leikskólinn Engjaborg
Reyrengi 11
112 Reykjavík