Deildarstjóri barnaverndar

 • Hafnarfjörður
 • 05/10/2018
Fullt starf Sérfræðingar Skrifstofustörf

Um starfið

Fjölskylduþjónusta Hafnarfjarðar auglýsir eftir öflugum, metnaðarfullum og framsýnum leiðtoga til að stýra barnaverndarstarfi sveitarfélagsins.

Barnavernd Hafnarfjarðar ber ábyrgð á málum sem unnin eru á grundvelli barnaverndarlaga og starfar í umboði barnaverndarnefndar Hafnarfjarðar.

 

Helstu verkefni deildarstjóra barnaverndar:

 • Stjórnunarleg ábyrgð á barnaverndarstarfi í sveitarfélaginu.
 • Ábyrgð á undirbúningi mála fyrir barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar og eftirfylgni með framkvæmd.
 • Stefnumótun og umbótastarf.
 • Situr í stjórnendateymi Fjölskylduþjónustunnar og tekur þátt í stefnumótun og forystu við þróun og innleiðingu nýjunga.
 • Sér til þess að fagleg vinnubrögð séu ráðandi í barnaverndarstarfi sveitarfélagsins.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, framhaldsmenntun er æskileg.
 • Þekking og reynsla af vinnslu barnaverndarmála.
 • Leiðtogahæfileikar og framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum.
 • Reynsla af stjórnun og umbótastarfi.
 • Þekking á stjórnsýslu og skipulagi barnaverndarstarfs.
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
 • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti.

 

Fjölskylduþjónustan býður upp á:

 • Fjölskylduvænan vinnustað
 • Fjölbreytt verkefni á sviði velferðarmála
 • Þverfaglega samvinnu með metnaðarfullu starfsfólki
 • Góðan starfsanda

 

Umsóknarfrestur er til og með 21. október n.k. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.

Nánari upplýsingar veitir Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri Fjölskylduþjónustu Hafnarfjarðar, rannveig@hafnarfjordur.is 

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

 

Samkvæmt jafnréttisstefnu Hafnarfjarðarbæjar eru karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um starfið.

SKRÁ INN OG SÆKJA UM STARF