Verkefnastjóri leigumála

 • Capacent
 • 05/10/2018
Fullt starf Sérfræðingar

Um starfið

Ríkiseignir óska eftir að ráða verkefnastjóra á sviði leigumála.

Um er að ræða afar fjölbreytt og krefjandi verkefni.

Verkefnastjóri hefur yfirumsjón með leigusamningum.

Starfssvið

 • Yfirumsjón með leigusamningum.
 • Ákvarða leiguverð, sem ígildi markaðsleigu, út frá ástandi, gæðum og staðsetningu.
 • Útfæra stofnkostnaðarleigu vegna nýfjárfestinga.
 • Samningagerð.
 • Forsvar gagnavart leigutökum varðandi leigumál.
 • Ábyrgð á að innheimtu, bókun húsaleigu og yfirliti um nýtingu húsnæðis.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólapróf í viðskiptafræði eða sambærilegt próf sem nýtist í starfi.
 • Reynsla af verkefnastjórnun.
 • Reynsla af fjármálagerningum er kostur.
 • Jákvætt viðmót og færni í mannlegum samskiptum.
 • Nákvæmni í vinnubrögðum.
 • Gott vald á íslensku í ræðu og riti.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 22. október 2018