Forstöðumaður rafrænna þjónustulausna

 • Origo
 • 05/10/2018
Fullt starf Stjórnendur Upplýsingatækni

Um starfið

Origo leitar að metnaðarfullum og framsæknum leiðtoga til að leiða Rafrænar þjónustulausnir á Hugbúnaðarlausnasviði.

Starfsmenn Hugbúnaðarlausnasvið Origo þróa framúrskarandi lausnir og sinna sérþróun og ráðgjöf fyrir mörg af öflugustu fyrirtækjum og stofnunum landsins auk þess að selja öryggislausnir og hugbúnað frá stórum samstarfsaðilum eins og Microsoft og IBM.

Hjá Rafrænar þjónustulausnum starfa um þrjátíu og fimm starfsmenn sem vinna að þróun CCQ og Focal gæðastjórnunarlausna, þróa þjónustusíður og veflausnir auk sérþróunar og ráðgjafar í stafrænum breytingum og hugbúnaðargerð.

Helstu verkefni

 • Daglegur rekstur, skipulagning og umsjón með starfsemi deildarinnar
 • Ábyrgð á starfsmannamálum
 • Viðskiptastjórnun og ráðgjöf til helstu viðskiptavina
 • Greina og fylgja eftir spennandi tækifærum utan Íslands
 • Þátttaka í stefnumótun og vöruþróun

Hæfniskröfur

 • Stjórnunarreynsla
 • Leiðtoga- og samskiptahæfileikar
 • Reynsla af vöruþróun og nýsköpun á hugbúnaðarsviði
 • Reynsla af viðskiptastjórnun og ráðgjöf
 • Metnaður, frumkvæði og drifkraftur
 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi

Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um starfið.

Hjá Origo starfar öflugur hópur fólks sem nýtir hugvit sitt til að efla árangur, hagsæld og öryggi viðskiptavina. Gildin okkar eru þjónustuframsýn, samsterk og fagdjörf.

Sótt er um starfið á vef Origo. Umsóknarfrestur er til og með 21. október 2018. Allar umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og þeim svarað. Nánari upplýsingar veitir Dröfn Guðmundsdóttir Mannauðsstjóri (drofn.gudmundsdottir@origo.is)