Sérfræðingur í rekstri rannsóknarverkefna

  • OR - Orkuveita Reykjavíkur
  • 05/10/2018
Fullt starf Sérfræðingar

Um starfið

Hefur þú alla þræði í hendi þér?

 

Loftslagsmál og nýsköpun eiga hug okkar og hjörtu á Þróunarsviði OR og við stefnum á sporlausa vinnslu jarðhita í framtíðinni. Þess vegna erum við á fullu að skapa nýja þekkingu og tæknilausnir,

m.a. með Gas í grjót verkefnunum okkar, CarbFix og SulFix, sem vakið hafa heimsathygli. Nýlega hlutum við veglegan styrk til fjögurra ára frá Evrópusambandinu til að auka niðurdælingu og

nýtingu jarðhitagasa og vantar því fleira gott fólk í teymið okkar.

 

Við leitum að manneskju til að skipuleggja og halda utan um rannsóknarverkefni sem unnin eru í samstarfi við erlenda sem innlenda aðila. Starfið krefst góðrar yfirsýnar og hæfileika til að miðla

upplýsingum og verkefnum til samstarfsfólks og hæfni til að grípa þá bolta sem annars myndu falla. Nákvæmni, sveigjanleiki, skipulagshæfileikar og lausnarmiðuð nálgun á verkefni eru nauðsynlegir kostir.

 

Samskipti við styrkveitendur og samstarfsaðila, hérlendis og erlendis, eru mikilvægur hluti starfsins, sem og umsjón með upplýsingamiðlun og sýnileika rannsóknarverkefna á vef og samfélagsmiðlum.

 

  • Menntun á sviði raunvísinda, verkfræði eða skyldum greinum
  • Skilningur á rekstri stórra alþjóðlegra rannsóknaverkefna er kostur
  • Áhugi og innsýn í notkun samfélagsmiðla til að gera vísindi aðgengileg og stuðla að samtali við umheiminn
  • Mjög góð íslensku- og enskukunnátta

 

Umsóknarfrestur er til og með 28. október 2018.

Við hvetjum jafnt karla sem konur til að sækja um.

 

Nánari upplýsingar veitir Ásdís Eir Símonardóttir mannauðsráðgjafi í netfanginu starf@or.is.

 

OR er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi, jafnrétti, vinnuumhverfi og möguleika til að samræma vinnu og einkalíf.

SKRÁ INN OG SÆKJA UM STARF