Deildarstjóri grunnþjónustu

 • Advania
 • 08/10/2018
Fullt starf Sérfræðingar

Um starfið

Óskum eftir að ráða stjórnenda með tæknilegan bakgunn inná svið Rekstrarlausna, um er að ræða starf sem gefur mikla möguleika til þróunar. Við leitum að kraftmiklum og skipulögðum einstaklingi með mikla reynslu af rekstri og viðhaldi upplýsingatæknikerfa.

Starfið er á sviði Rekstrarlausna en þar starfa tæplega 160 manns við rekstur, þjónustu og ráðgjöf við allt sem viðkemur tölvukerfum fyrirtækja og stofnana. Við bjóðum uppá fjölbreytt úrval lausna tengt hýsingu og reksturs tölvukerfa fyrirtækja. Sem dæmi í netrekstri, afritunartöku, hýsingu og skýjalausnum

Starfslýsing

Ábyrgð og umsjón með starfsmönnum sem sjá um daglegan rekstur á grunn innviðum hýsingarumhverfis Advania, umsjón og verkefnastýring úrbótaverkefna ásamt þátttaka í þróun á núverandi og nýjum þjónustum. Viðkomandi mun taka þátt í sölu- og kynningarmálum ásamt því að bera ábyrgð á upplýsingagjöf til ákveðinna viðskiptavina, tækni- eða þjónustustjóra.

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Menntun í tölvunarfræði (kostur), verkfræði, viðskiptafræði eða menntun sem nýtist í starfi
 • Að minnsta kosti 3 ára reynsla í upplýsingatækni
 • Góð þekking á upplýsingatækni.
 • Þekking á ITIL hugmyndafræðinni
 • Frumkvæði, skapandi og skipulögð vinnubrögð
 • Góð íslensku og enskukunnátta í töluðu og í rituðu máli
 • Góðir samskiptahæfileikar
 • Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
 • Öguð vinnubrögð og geta til að vinna sjálfstætt
 • Reynsla af verkefnastjórnun

 

Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og svara lausnir fyrirtækisins þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins.

Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum til 20. október 2018
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

 

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Halldór Hafsteinsson, forstöðumaður Hýsingar og reksturs, halldor.hafsteinsson@advania.is, 440 9000.

 

SÆKJA UM