Forritari í samþættingu og ferlavinnu

 • Advania
 • 08/10/2018
Fullt starf Ráðgjafar Sérfræðingar Skrifstofustörf

Um starfið

Við leitum eftir metnaðarfullum og árangursdrifnum einstaklingi með brennandi áhuga á vöruþróun í hugbúnaðargerð til liðs við þróunarteymi Mannauðslausna Advania.

 

Starfssvið

 • Hugbúnaðarþróun í mannauðs-, ráðningar- og fræðslulausnum
 • Vörustýring eftir Scrum aðferðarfræðinni
 • Gerð notendasaga
 • Uppsetning vegvísa, útgáfuplana og forgangsröðun verkefna
 • Samskipti við viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila

 

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Framúrskarandi hæfni í samskiptum
 • Háskólanám sem nýtist í starfi
 • Reynsla í hugbúnaðargerð er æskileg
 • Þekking á mannauðsmálum er kostur
 • Reynsla af vörustjórnun og/eða verkefnisstjórnun
 • Reynsla af Scrum aðferðarfræði
 • Sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulagshæfni ásamt því að geta greint aðstæður fljótt og tekið ákvarðanir

 

Aðrar upplýsingar

Advania er alhliða þjónustufyrirtæki í upplýsingatækni og svara lausnir fyrirtækisins þörfum tugþúsunda viðskiptavina í atvinnulífinu. Advania er fjölskylduvænn vinnustaður og er vinnutíminn sveigjanlegur. Virk jafnréttisstefna og samgöngustefna er hjá fyrirtækinu og boðið er upp á góða líkamsræktaraðstöðu og leikherbergi í höfuðstöðvum fyrirtækisins við Guðrúnartún. Ef þú leitar að spennandi verkefnum, góðu vinnuumhverfi og hressum vinnufélögum, þá finnurðu það hjá okkur. Við viljum nefnilega vera besti vinnustaður landsins!

 

Ferli ráðninga

 1. Tekið á móti umsóknum til 20. október 2018
 2. Yfirferð umsókna
 3. Boðað í fyrstu viðtöl
 4. Boðað í seinni viðtöl
 5. Verkefni eða próf lögð fyrir ef við á
 6. Öflun umsagna / meðmæla
 7. Ákvörðun um ráðningu
 8. Öllum umsóknum svarað

 

Starfsmenn mannauðssviðs ásamt deildarstjóra, forstöðumanni og framkvæmdastjóra þess sviðs sem starfið tilheyrir hafa aðgang að þeim umsóknum sem berast. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

 

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Margrét Gunnlaugsdóttir, forstöðumaður Mannauðslausna, margret.gunnlaugsdottir@advania.is, 440 9000.

 

 

SÆKJA UM