Farþegaafgreiðsla Icelandair á Keflavíkurflugvelli

 • Icelandair
 • 11/10/2018
Vaktavinna Ferðaþjónusta Verslun og þjónusta

Um starfið

HEFUR ÞÚ ÁSTRÍÐU FYRIR FERÐAÞJÓNUSTU?

Erum við að leita af þér?

 

Icelandair leitar að öflugum einstaklingum í fjölbreytilegt starf við þjónustu og afgreiðslu flugfarþega á Keflavíkurflugvelli.

Mikil áhersla er lögð á þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum til að tryggja jákvæða upplifun farþega.

 

Starfssvið:

 • Starfið felst í innritun farþega
 • Byrðing og móttaka flugvéla ásamt annarri þjónustu
 • Almenn þjónusta og upplýsingagjöf við viðskiptavini
 • Önnur tilfallandi verkefni
 • Unnið er á vöktum

Hæfnikröfur:

 • Stúdentspróf æskilegt en ekki skilyrði
 • Áhugi og reynsla af þjónustustörfum er mikilvæg
 • Mjög góð enskukunnátta og þriðja mál æskilegt
 • Góð tölvukunnátta
 • Almenn ökuréttindi
 • 19 ára lágmarksaldur

Þeir sem valdir eru af umsækjendum þurfa að sitja undirbúningsnámskeið

Nánari upplýsingar veita:

Sólveig Steinunn Bjarnadóttir, deildarstjói, solveigb@icelandair.is

Svala Guðjónsdóttir, mannauðsstjóri, svala@icelandair.is

 

Umsóknir ásamt ferilskrá óskast eigi síðar en 20. október nk.